Dótakassinn

Dótakassinn

dotakassinn.buzzsprout.com
Í Dótakassanum er fjallað um ýmislegt sem tengist ungu fólki og hvernig hægt er að hafa uppbyggileg áhrif á eigin líðan og heilsu. Umsjónarmaður hlaðvarpsins Bóas Valdórsson er sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Netfang:


Að velja sér nám eftir 10. bekk
May 27 • 41 min
Í 20. þætti kom Ásthildur Guðlaugsdóttir náms- og starfsráðgjafi í Kársnesskóla í spjall og fór yfir stöðuna með mér. Í þættinum spjölluðum við um hvað gott er að hafa í huga þegar nemendur eru að velja sér nám og máta sig við ólíka framhaldsskóla….
Rafræn heimapróf
Apr 27 • 25 min
Í 19. þætti fjöllum við um rafræn heimapróf og pælum í því hvernig gott er að undirbúa sig fyrir komandi prófatörn. Ásdís Birgisdóttir námsráðgjafi kom í símaviðtal og fór yfir hagnýtar pælingar í kringum þessi mál og það er alveg á hreinu að það er…
Bestu ár lífsins og þægindaramminn
Apr 3 • 31 min
Í 18. þætti Dótakassans er fjallað um bestu ár lífsins og hversu mikilvægt það er að fara annað slagið út fyrir þægindarammann sinn. Með því að ögra okkur sjálfum reglulega náum við oft að stækka þægindarammann okkar og þá erum við betur tilbúin til að…
Samkomubann í tvær vikur - nemendur og kennarar
Mar 29 • 60 min
Í 17. þætti tók ég upp símann og hringdi í nemendur og kennara í MH og heyrði í þeim hljóðið eftir tvær vikur í samkomubanni. Hvernig gengur? Hvernig upplifun er þessi nýji raunveruleiki? Þetta eru skemmtileg samtöl og það er áhugavert að heyra ólíkar…
Dót dagsins: Þumalputtareglan 3:1
Mar 26 • 12 min
Í 16. þætti er fjallað um þumalputtaregluna 3:1 og hversu mikilvægt það er að fókusa á jákvæða og uppbyggilega hluti í kringum okkur. Stuttur þáttur í dag en mikilvægur.Tenglar:Framhahaldsskólanemar - hvað getið þið…
Allskonar um heilsu og hvað er heilsumarkþjálfi?
Mar 23 • 59 min
í 15. þætti kom Erla Guðmundsdóttir heilsumarkþjálfi, crossfitþjálfari, ungbarnasundskennari og menntaskólakennari í frábært spjall og sagði frá því hvað mikilvægt er að hafa í huga ef við viljum hugsa um heilsuna. Þetta þarf ekki að vera flókið en það…
Jæja, hvernig gengur? - símaviðtöl við nemendur í MH.
Mar 20 • 59 min
Í 14. þætti hringdi ég í nokkra nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hvernig gengur á tímum samkomubanns? Hvernig gengur félagslega og hvernig gengur námið? Ef þú vilt koma í viðtal í Dótakassann, sendu þá endilega tölvupóst á netfangið:…
Dót dagsins: Frestunarárátta og það að leggja sig fram!
Mar 19 • 19 min
í 13. þætti pælum við aðeins í frestunaráráttu og hvernig við getum tekist á við hana og lagt okkur fram við að leysa verkefnin okkar hverju sinni. Tenglar:Hvernig er staðan í dag? Verkefnin mínNámstækni
Dót dagsins: Jákvæðar fréttir og jákvæð samskipti.
Mar 16 • 21 min
Í 12. þætti kynnum við til dót dagsins og í dag verður fjallað um mikilvægi jákvæðra frétta og jákvæðra samskipta. Á næstunni verða gefnir út svona stuttir þættir þar sem áherslan verður á jákvæð og uppbyggileg atriði sem við getum nýtt okkur til að…
Samkomubann og lokanir í skólum
Mar 13 • 53 min
Í 11. þætti fór Dótakassinn á flakk um ganga Menntaskólans við Hamrahlíð og ræddi við nemendur og stjórnendur skólans. Í þættinum förum við líka á blaðamannafund með stjórnendum landsins og pælum í sóttkví, samkomubanni og hvernig við getum tekist á við…
COVID-19 - How we react to uncertainty and how it affects us psychologically.
Mar 11 • 23 min
In the 10th episode which is my first in English I will try to address the COVID-19 issue from the stand point of how uncertainty affects us psychologically and how we can approach this task we are facing as individuals and as a society. email:…
COVID- 19 - Áhrif óvissu á andlega líðan
Mar 11 • 28 min
Í 9. þætti er fjallað um hvernig áhrif umræðan í samfélagið er að hafa á okkur varðandi COVID-19 málið allt saman. Í því samhengi er mikilvægt að hugsa aðeins um hvernig óvissan og umræðan í kringum COVID-19 hefur á okkar andlegu líðan og hvernig við…
Hvað er kvíði?
Feb 14 • 26 min
Í 7. þætti er fjallað um kvíða. Farið verður yfir algengar ástæður fyrir því að fólk upplifir kvíða, hver munurinn er á eðlilegum og hamlandi kvíða. Einnig er farið yfir hvort aðstæður sem við upplifum sem hættulegar eða kvíðvænlegar séu alltaf…
Viðbrögð við kvíða
Feb 14 • 30 min
Í 8. þætti er fjallað um algeng viðbrögð við kvíða. Farið er yfir hvernig hægt er að bregðast við með gagnlegum hætti til að draga úr kvíða upplifun og óþægindum. Þátturinn er framhald af 7. sjöuna þætti þar sem farið var yfir kvíða og algengar ástæður…
Hamingjan
Feb 5 • 54 min
Í 6.þætti fáum við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur sálfræðing til að spjalla við okkur um hamingju og hamingju rannsóknir. Hvað einkennir hamingjusamt fólk og hvað getum við sjálf gert til að verða hamingjusöm og upplifa lífið með jákvæðum hætti. Tenglar…
Mikið álag! Hvað get ég gert?
Jan 29 • 25 min
Í 5.þætti er fjallað um það þegar við upplifum mikið álag og streitu. Fjallað erum algengar ástæður þess að við upplifum streitu og farið yfir algeng streitueinkenni og tillögur um það hvernig hægt er að átta sig betur á stöðunni og hvernig hægt er að…
Tilfinningarússíbani
Jan 19 • 25 min
Í 4. þætti er fjallað um tilfinningar og hvernig tilfinningar geta haft áhrif á okkur. Farið verður yfir hvernig við getum brugðist við sterkum og stundum erfiðum tilfinningum og farið yfir leiðir sem við getum nýtt okkur til að hafa áhrif á…
Hvernig talar þú við sjálfa/nn þig?
Jan 17 • 22 min
Í 3. þætti er fjallað um hvernig við tölum við okkur sjálf og hvernig það hefur oft áhrif á hvernig okkur líður. Farið er yfir nokkrar aðferðir sem hægt er að nota til að fara yfir hvernig við tölum við okkur sjálf og hugsum um stöðuna okkar. Mikilvægt…
Hvernig er staðan hjá mér í dag?
Jan 15 • 23 min
Í 2. þætti förum við yfir nokkur atriði sem hægt er að hafa í huga þegar við erum í sjálfsskoðun og erum að reyna að átta okkur á því hvernig staðan er hjá okkur. Þegar manni líður ekki nógu vel er mikilvægt að reyna að átta sig á stöðunni og maður…
Ef mér líður illa, hvað get ég gert?
Jan 14 • 19 min
Í fyrsta þættinum er farið yfir hvernig við getum brugðist við því þegar okkur líður ekki nægjanlega vel. Það eru ótal leiðir sem hægt er að fara og margar aðferði sem við getum notað til að bregðast við en oft er mikilvægt að byrja á því að átta sig á…
Kynning
Jan 10 • 3 min