Váfuglinn

Váfuglinn

vafuglinn.is
Váfuglinn flýgur hátt, sér langt og rífur málefni…


Bílabingóið
Oct 12 • 49 min
Váfuglinn tekur í þetta sinn til skoðunar hina einu sönnu ást Íslendinga - bíla. Hrifning Íslendinga á bílum virðist hafa orðið strax við fyrstu kynni, jafnvel þó svo ekkert bensín hafi verið til á landinu til að keyra þá. Í þættinum lærum við um…
Íslenzk tízka
May 27 • 65 min
Að þessu sinni fjallar Váfuglinn um tískustraumana sem leikið hafa um Ísland undanfarna áratugi og hvernig þeir hafa mótað atferli okkar og stéttarvitund. Hvað er “peysa”? Hvernig vissi fólk hvað var nett fyrir tilkomu internetsins? Afhverju er svona…
Djammið vol.2
Apr 15 • 58 min
Váfuglinn lætur ekki sjúklegt ástand þjóðfélagsins stöðva sig og setur fram fallega hugvekju um skemmtanalíf Reykvíkinga í gegnum tíðina. Þátturinn er sjálfstætt framhald fyrri umföllunar Váfuglsins um “djammið” sem mæltist vel fyrir hjá hlustendum. Sæktu…
Cinema Paradiso
Mar 10 • 60 min
Váfuglinn tekur út stöðu kvikmyndahúsa á Íslandi í þessum nýjasta þætti. Er bíó ennþá á dagskrá árið 2020? Þarf að endurhugsa það hvernig bíóupplifunin á að vera? Eru kvikmyndasýningar hin nýja ópera? Hér er menningarumfjöllun á hæsta plani með lazer…
Sólarlönd
Feb 25 • 56 min
Á Spáni er gott að djamma og djúsa söng þjóðskáld okkar Íslendinga, sem nú er því miður látinn. Þannig kjarnaði hann stemminguna sem ríkti, og ríkir enn, í kringum sólarlandaferðir þjóðarinnar. Butterfly hnífar, zippo kveikjarar, ódýr raftæki, adihash…
Þorrablót
Feb 6 • 58 min
Að þessu sinni rýnir Váfuglinn í þjóðlegustu hátíð Íslendinga, Þorrann. Í þættinum veltum við fyrir okkur uppruna þorrablóta og hvað er rétt, satt og ekta í þessum umdeilda málaflokki sem skekur tilfinningar landsmanna á hverju ári. Við förum yfir…
Djamm í kvöld
Dec 1, 2019 • 57 min
Það er djamm. Váfuglinn flýgur á djammið í Reykjavík og tekur út stemminguna á skemmtanalífi Íslendinga fyrr og nú. Hvernig leið sveitamanninum Emil þegar hann kom fyrst inn á búlluna White Star á Laugarvegi árið 1920 eða eitthvað? Hvar er hægt að fá sér…
Gott kaffi
Sep 27, 2019 • 56 min
Eftir langa og erfiða svipugöngu okkar, stjórnenda Váfuglsins (þið munið, gömlu vinir eyrna ykkar), kemur hér einn rjúkandi ný(lega) uppáheltur þáttur sem er alls ekki búinn að standa á hellunni og fá að sjóða aðeins. Þema þáttarins er, eins og má…
Rækjusalat
Jun 22, 2019 • 54 min
Váfuglinn hefur sig til flugs að nýju, með nýtt season af fuglinum góða. Í þessum fyrsta þætti fær rækjusalat og mæjónes að sitja í framsætinu og stjórna okkur eins og leiðtogi sértrúarsafnaðar. Mæjónes hefur fylgt þjóðinni frá því löngu fyrir sjálfstæði…
Ár svínsins
Feb 27, 2019 • 48 min
Eftir að hafa legið í leyni og beðið nýs árs hefur Váfuglinn sig aftur á flug og er tilefnið koma árs svínsins. Bílaleigur, vídeóleigur og jafnvel kjólaleigur er allt mjög góður business en eins og kemur fram í exposé rannsóknardeildar þáttarins er þarna…
2018 Jóla special
Dec 24, 2018 • 82 min
Það er hátíðarstund í þessum jólaspecial Váfuglsins. Jólin renna í garð á vel smurðum vagni sem enginn fær stoppað sama hversu mikið er reynt. Þessu fagna Váfuglsmenn enda lítið annað hægt að gera í stöðunni annað en að beygja sig niður og þrífa stígvél…
Grikkir & Gott
Nov 14, 2018 • 62 min
Váfuglinn vaknar upp úr allsherjarþynnku Hrekkjavökuhátíðarinnar og sendir frá sér spánnýjan og spúkí þátt. Arnaldur, Stefán og Lárus, nýr tæknimaður Váfuglsins, herja miskunnarlaust á samtímann eins og draugar fortíðar. Airwaves hátíðin er sett í…
Leirmaður/Leikmaður feat. Emmsjé Gauti
Sep 27, 2018 • 72 min
Rapparinn og Siggi Hallinn, Emmsjé Gauti, mætti í heimsókn í Váfugls-stúdíóið til að tala um styttuna Leirfinn, einbýlishúsavegginn í Breiðholti og nasistahamborgara. Sömuleiðis er farið í saumana á því hvernig er best að heilsa óljósu fólki út á götu.…
Sítrónuuppgjörið
Sep 11, 2018 • 43 min
Váfuglinn snýr aftur úr lamandi sumarfríi. Arnaldur og Stefán hafa báðir ferðast út fyrir landsteinana og gera grein fyrir menningunni sem þeir fundu á ferðum sínum. Alþjóðlegur áhugi á veðurfyrirbrigðinu sem við köllum rigningu verður skoðaður…
Gott kakó
Jul 18, 2018 • 66 min
Váfugl dagsins er óhræddur við að taka á stóru málunum bæði heima fyrir og úti í hinum stóra heimi. Við kynnum okkur úrlausn erfiðra deilumála með aðstoð sýnishorna úr bíómyndum og förum svo rakleiðis í Kaupfélagið á Sauðárkróki. Um leið og vorið heldur…
Börnin í Blesugróf
Jun 14, 2018 • 62 min
Það vita margir að hið vanskapaða hross Sleipnir steig niður einum af ónáttúrulega mörgum hófum sínum austur á Ásbyrgi. Þar bjó hann til klettavegg sem fólk elskar að tjalda við hliðina á. Það sem færri vita er að annar hryllilegur angi neðan úr þessu…
Söngur mjaldranna
May 17, 2018 • 52 min
Nú er þessi dásamlegi tími ársins þegar við göngum öll í einfaldri röð að svignandi hlaðborði lýðræðisins eins og svangir gestir í fermingarveislu. Hvað er okkar rækjusalat? Hvert dýfum við lúkunum? Váfuglinn skoðar sviptingar í sveitarstjórnarmálum…
Afmælis special - 1 ár af hamingju!
May 1, 2018 • 52 min
“Partýbúðin kynnir: Váfuglinn! Nú í beinni útsendingu frá Café Milanó, þar sem hjarta Skeifunnar slær! Mörg erfið mál bera á góma í þetta sinn - ársafmæli Váfuglsins, sveitastjórnakosningar (úff) og Skeifan sjálf. Gæðið ykkur á ylvolgum takes frá Arnaldi…
Karnival í mottumars
Mar 27, 2018 • 47 min
Váfuglinn í þetta sinn er helgaður vitundarvakningarátökum og fallegustu helgistund í lífi sérhvers manns, fermingunni. Við skoðum Mottumars og athugum hvort læknastéttin sé raunverulega eitthvað með puttana í þessu átaki. Við förum yfir þá dægradvöl sem…
Kópverskir draumar
Mar 3, 2018 • 46 min
Váfuglinn tekur flugið beint inn í Kópavog í þetta sinn þar sem við kynnum okkur framkvæmdagleðina sem virðist einkenna góða menn með reiðufé í íþróttatöskum. Kópavogurinn er fullur af eldhugum í allskyns rekstri en ekki síst er það blómstrandi…
Hvítur á leik
Feb 23, 2018 • 43 min
Sannkölluð Góu-gleði gerir nú vart við sig hjá Váfuglinum. Við ræðum mjög svo breytilegan opnunartíma Vínbúða eftir dögum og staðsetningu í bæjarlandinu. Við tökum hús á Skáksambandinu enda alltaf glatt á hjalla á þeim bænum. Rúnturinn endar svo með góðu…
Tímamóta tal
Jan 24, 2018 • 48 min
Váfuglinn er að þessu sinni helgaður hátíðlegustu hátíð allra Íslendinga, Áramótum. Eftir að hafa afplánað nógu lengi í fjölskylduboði í einu af úthverfum borgarinnar er Váfuglinn loksins tilbúinn að keyra þetta djamm í gang. Með kampavín í annarri, viskí…
2017 Jóla special
Dec 18, 2017 • 45 min
Jólapeysur! Jólahlaðborð! Jólaskór! Jólin nálgast óðfluga! Stressið og vinur þess kvíðinn, hríslast um nú bein landsmanna. sem ráfa á milli verslana til að kaupa allt sem augun lenda á í meira en þrjár sekúndur. Allt er þetta í vanstilltri viðleitni til…
Sjoppulegir togarar
Nov 22, 2017 • 56 min
Váfuglinn er sjanghæaður um borð í rússneskan togara eftir að hafa verið að rúnta niðri við höfnina í alla nótt. Hvar eru reiðhjólin og Lödurnar geymdar? Reiðhjólafarminum er landað í Árbænum þar sem menn kúka og sturta sig á sama tíma og skreppa í…
Safe space fyrir Zúista
Oct 27, 2017 • 51 min
Váfuglinn kom saman í litla læsta herberginu sínu þar sem Váfuglsmenn geta tekið upp hugsanir sínar í friði frá gagnrýni og öðru áreiti. Í þetta sinn voru þær um hinn göfuga Facebookhóp “Strákahitting” sem breyttist mjög fljótlega í helsta vígi…
2017 Kosninga special
Oct 13, 2017 • 54 min
Váfuglinn tætir í sig íslensk stjórnmál í aðdraganda komandi kosninga í þessum upplýsandi, gagnsæja kosninga special. Þetta eru hin einu sönnu samræðustjórnmál. Í þættinum verða allir flokkarnir skoðaðir, menn og málefni gerð upp - til þess að ÞÚ þurfir…
Líkamshryllingur og skyrglíma?
Sep 20, 2017 • 60 min
Váfuglinn kemur saman að nýju og vinnur úr uppsafnaðri heift með því að rífa í sig þá pólitísku spillingu sem gegnsýrir landið – eins og skyr. Ríkisstjórnin féll aðeins klukkustund eftir þær afhjúpanir sem þátturinn ber á borð. Við skoðum…
Migos og menning í Mathöllinni
Aug 30, 2017 • 52 min
Váfuglinn flaug í Höllina á tónleika með rappsveitinni Migos og tók út stemminguna. Hefðu þeir kannski heldur átt að spila í Mat(ar)höllinni á Hlemmi? Í ekkert-svo-fasta liðnum “Það er pube í b0rgerinn minn” var Mathöllin einmitt tekin fyrir miskunnar- og…
Útihátíð á sterum
Aug 16, 2017 • 59 min
Nú þegar 10. áratugurinn hefur verið vakinn til lífsins með tilheyrandi vandræðagangi og sveitaballarómantík reyna Arnaldur og Stefán að greina hvað fór úrskeiðis. Er áhrifavöldum um að kenna? Eða er áhrifafólk kannski bara leiksoppar í þessum ljóta leik?…
Krónískir meistaraverkir
Jul 18, 2017 • 41 min
Eftir að hafa baðað sig í skólpi og dömubindum frá Degi borgarstjóra, gerir Váfuglinn upp nýafstaðna Young Thug tónleika, a.k.a. “Kronik Live ásamt fleirri”. Hugmyndafræðilegur ágreiningur skáta, femínista og annarra verður tæklaður auk þess sem við…
Byssubófar og bangerar feat. Arnar Freyr
Jul 4, 2017 • 62 min
Arnar Freyr Frostason úr rapptvíeykinu Úlfur Úlfur er gestur Váfuglsins í þetta sinn. Við ræddum við hann um Kaupfélag Skagfirðinga, froðudiskó og rappvídjó. Þá var einnig uppruni Priksins reyfaður lauslega.
Sumarsólstöður á Hverfisgötu feat. Auður Ástráðsdóttir
Jun 28, 2017 • 64 min
Solstice hátíðin er gerð upp þessa vikuna, tími til kominn. Auður Ástráðsdóttir kíkti í heimsókn (á eigið heimili) og ræddi meðal annars náttúruhippa að kúka í kross, Dag B að dúndra í sig rjóma í Hel og hryssingslegan sunnudag í Laugardalnum.…
Kristal Poppin’ feat. Júlía Hermannsdóttir
Jun 13, 2017 • 69 min
Váfuglinn er ekki einn á ferð í þetta sinn - í hljóðverið mætti Júlía Hermannsdóttir og ræddi við okkur um kassettusölu sína í fangelsum landsins, mýtuna um krúttsenuna og hvernig algóriþmar hafa gert henni lífið leitt. Stefán reyndi að lesa…
Sumargrill og vídjóveisla hjá tannlækninum
Jun 1, 2017 • 53 min
Er eðlilegt að horfa á vídjó með tannlækninum sínum? Myndirðu borða gamla mæjónessamloku? Eftir nokkur skakkaföll, eins og springandi endajaxla og gjaldþrot ónefnds Váfugls eftir að hann reyndi að halda Shaggy tónleika í miðju góðæri, er hér kominn enn…
Grískt sumar á Skólavörðustíg
May 18, 2017 • 46 min
Gyros, Pizzur, Skólavörðustígur og NES Classic. Hvað eiga þessir hlutir sameiginlegt? Líklega fátt. Stefán ræðir um flóttamenn, ferðamál á Grikklandi og gyros. Staða pizzastaða á landinu er yfirfarin og Skólavörðustígurinn er krufinn til mergjar í nýjum…
Hjálmar, djús og geisladiskar
May 3, 2017 • 53 min
Váfuglinn hefur sig til flugs á ný eftir stutt hlé. Haukfrán augu Váfuglsins beinast að öryggis- og hlífðarbúnaði barna, hátæknivæddum ávaxtasafa og geisladiskum. Afhverju hatar fólk geisladiska? Getur fólk gerst áskrifendur að sjálfsvirðingu? Kynntur er…
2017 Páska special
Apr 14, 2017 • 62 min
Váfuglinn beinir sjónum sínum að páskahátíðinni í þetta sinn og kemst meðal annars að því að páskarnir eru ekki hátíð ljóss og friðar (það eru víst jólin) og að á meðan við liggjum í sykurvímu eftir ómannlegt súkkulaðiát þá á sér stað mikil eymd á öðrum…
Váfuglinn hefur sig til flugs
Apr 7, 2017 • 64 min
Váfuglinn flýgur hátt, sér langt og rífur málefni líðandi stundar á hol. Síðan eru einhver jokes þarna.