Heimsending

Heimsending

heimsending.podiant.co
Ferskur heimsendir í hverri viku
#10: Gluggaveður
May 28, 2017 • 46 min
Gerðu okkur greiða; líttu út um gluggann. Hvað sérðu? Er blessuð blíðan? Er BONGÓ? Think again. Þetta er gluggaveður. Sólin lokkar þig út eins og mús í gildru, út í kuldann, út í nístings rokið. En innst inni veistu það samt. Þú veist að það er verið að…
#9: Vampírur
May 9, 2017 • 64 min
Vampírur voru einu sinni hættulegar. Núna er þær sexí. Það er ennþá hættulegra. Við erum fokkd!
#8: Holur
Apr 22, 2017 • 44 min
Hola Íslenskra Fræða, golfholur og borholur eru á meðal þess sem rætt er í þætti dagsins. Einnig verður greint frá því hvernig Jesú fann upp glory holes.
#7: Bananahýði
Apr 9, 2017 • 50 min
Bananahýði eru til margs nytsamleg, en eins og gamanmyndir í gegnum árin hafa svo sannarlega sýnt eru þau stóóóórhættuleg. Passið ykkur.
#6: Klisjur
Apr 1, 2017 • 48 min
Það er fátt meira beisik en að fara með deit í ísbíltúr. Það er klisja sem virkar. Klisjur geta verið geggjaðar. Þægilegar, þær hitta naglann á höfuðið, segja flókna hluti í fáum orðum. En. og það er stórt EN! Klisjur eru líka hættulegar. Þær einfalda í…
#5: Skrifstofur
Mar 25, 2017 • 42 min
Jakkafatakakkalakkar. Powertrip. Skipalakk í hárinu. Neyðarástand. Það þarf að bregðast við. Heiminum er stjórnað af skrifstofum og skrifstofur eru ömurlegar. Fyrir vikið spila skrifstofur stórt hlutverk í komandi heimsendingu. “Komdu með okkur inn á…
#4: Stjörnuspeki
Mar 21, 2017 • 42 min
Fastastjörnurnar, þyrilþokurnar og sólkerfin hafa mótað líf okkar í margar aldir. Þetta veit fólk. Myrka hlið tunglsins getur hæglega sagt til um það hvort þú sért áræðinn, feiminn eða illa gefinn. Jói og Snorri skjóta sér út í geim og reyna að draga…
#3: Strigaskór
Mar 21, 2017 • 42 min
Þegar Chuck Taylor tróð sér í fyrsta gúmmísólann varð ekki aftur snúið. Jói og Snorri taka hér þrístökkið í átt að heimsendi á 40 þúsund króna Yeezy skóm og reyna að átta sig á því hvaða hlutverk strigaskór leika í heimsendi.
#2: Sláttuvélar
Mar 21, 2017 • 43 min
Landbúnaðarbyltingin hófst fyrir um 10.000 árum, maðurinn náði betri tökum á náttúrunni og endalokin hófust. Í annarri heimsendingu reyna Jói og Snorri að kryfja sláttuvélina, verkfæri sem virðist saklaus en þegar betur er að gáð leynast í henni drög að…
#1: Typpi
Mar 21, 2017 • 36 min
Utan á myndaalbúmi mannkynssögunnar er þrútinn morgunbóner. Frá örófi alda hafa karlmenn drottnað yfir sögu og menningu þessarar dýrategundar með sínum typpateikningum, yfirgangi og látum. Í fyrstu heimsendingunni ætla Jói og Snorri að ráðast á garðinn…